Klára stelpurnar einvígið í kvöld?
Stelpurnar okkar eru svo sannalega í góðri stöðu fyrir 3. leikinn gegn KR í úrslitaeinvígi liðanna sem fram fer í Toyotahöllinni í kvöld. Fyrsti leikur liðanna var jafn og spennandi þar sem KR náði að komast óþarflega nálægt undir lok leiks. Leikurinn í DHLhöllinni var aftur á móti eign okkar frá upphafi , því stelpurnar spiluðu einn sinn besta leik í vetur.
Oft höfum við talað um hvað miklu skiptir að hafa breiðan leikmannahóp og það er lykilinn að góðum sigrum upp á síðkastið. Í leiknum í Keflavík voru Kesha, Birna og Ingibjörg mjög sterkar en í leik tvo var Pálína frábær sem og Sunny. Einnig voru þær Kara, Ingibjörg og Kesha að komst vel frá sínu.
Það er alveg ljóst að KRstelpur munu mæta mjög ákveðnar til leiks enda með bakið upp við vegg. Það þýðir að við verðum að leggja enn meira á okkur, halda áfram að berjast og nú enn meira en þær. Ef ekki þá tapast leikurinn sem einfalt er það
Nú verða allir stuðningsmenn okkar að mæta í Toyotahöllina og sýna stelpunum stuðning. Ef þú mætir bara einn leik á ári þá er þetta leikurinn. Áfram Keflavík, við viljum bikarinn heim.
Pálína var valin leikmaður síðasta leiks.