Klára stelpurnar Grindavík í kvöld?
Leikur númer tvö í undanúrslita-einvígi Keflavíkur og Grindavíkur er í kvöld og að þessu sinni er leikið í Sláturhúsinu í Keflavík. Keflavík sigraði fyrsta leikinn með 7 stigum og nú er bara að klára dæmið og senda Grindvíkinga í sumarfrí. Stelpurnar þurfa að spila góða vörn á Hildi eins í síðasta leik en einnig verður að stoppa kanan þeirra Tömuru Stocks. Áfram Keflavík.