Kökubasar við nýju Nettó búðina
Nýkrýndir Íslandsmeistarar í 7. flokki kvenna stefna á keppnisferð til Boston í sumar og eru þær því á fullu í fjáröflun. Þær munu standa fyrir kökubasar við nýju Nettó búðina n.k. miðvikudag kl.14.00.
Það hefur gengið mjög vel hjá 7.flokki stúlkna í körfunni í vetur. Þetta er þriðja árið sem stelpurnar taka þátt í íslandsmótinu og hafa þær alltaf hampað íslandsmeistaratitlinum. Auk þess hafa þær öll þrjú árin leikið taplaust, sem er eftirtektarvert. Eins og úrslitin gefa til kynna þá eru yfirburðir Keflavíkur gríðarlegir og hafa yfirburðir liðsins aukist milli ára. Þjálfari liðsins er Einar Einarsson og honum til aðstoðar er Ísafjarðartröllið Sigurður Þorsteinsson.
Keflavík – Breiðablik 67-9
Stigahæstar voru: Sandra 18, Sara 17, Elínora 8
Keflavík – Grindavík 74-6
Stigahæstar voru: Sandra 20, Sara 14, Elínora 12
Keflavík – ÍR 54-14
Stigahæstar voru: Elínora 10, Bríet 6, Birta 5, Sólborg 5
Keflavík – Njarðvík 66-10
Stigahæstar voru: Sara 19, Elínora 12, Sandra 8, Kristrún 8
Fullt af myndum frá leikjunum á heimasíðu stúlknanna