Fréttir

Karfa: Karlar | 10. apríl 2010

Komast Keflvíkingar í úrslit á morgun?

Það er óhætt að segja að spennan í bæjarfélaginu sé mikil þessa dagana, en þriðji leikur Keflavíkur og Njarðvíkur í 4-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar fer fram á morgun. Njarðvíkingar eru komnir með bakið upp við vegg og spá spekingarnir því að þeir muni mæta dýrvitlausir til leiks í Toyota Höllinni. Í raun geta þeir lítið annað gert en að leggja allt í sölurnar, því með tapi fara þeir í sumarfrí. Sjálfstraustið hjá Keflavíkurliðinu hefur heldur betur vaxið í síðustu leikjum og má segja að liðið sé um þessar mundir rétt stillt fyrir mikil átök. Það gekk reyndar upp og ofan síðustu leikina í deildinni, en ef að þeir halda sinni grimmd og sínum leik, þá er fátt sem stöðvar þá. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega ef það ætlar að tryggja sér sæti. Búist er við hörkuleik þar sem blóð, sviti og tár munu eflaust koma við sögu. Nú viljum við sjá fullt hús á morgun og allir að hvetja Keflavíkurstrákana til sigurs!

Eins og í síðustu tveimur leikjum er sá möguleiki fyrir hendi að kaupa svokallaðan VIP miða sem gildir í sæti niðri. Miðinn kostar 2500kr og eru einnig veitingar í boði fyrir þá sem versla sér þannig miða.

Áfram Keflavík!