Fréttir

Karfa: Konur | 13. janúar 2009

Komnar í undandúrslit eftir öruggan sigur á Hamar

Stelpurnar unnu sannfærandi sigur á Hamar í Subway-bikar kvenna og eru því komnar í undanúrslit.  Þær hafa verið á góðri siglingu uppá síðkastið og stefna á bikarúrslitaleikinn í Laugardalshöllinni.

Stelpurnar komu mjög ákveðnar til leiks og aðeins fyrstu 3. mín. var jafnræði með liðunum. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-17 og lætin heldu áfram því sóknarlega var liðið að fara á kostum. Í hálfleik var Keflavík komið með 20.stiga forustu, 56-36.

Það eina sem vantaði uppá var vörnin og því var kipt í lag strax i þriðja leikhluta því gestirnir skoruðu aðeins 7. stig. Fjórði leikluti var því aðeins formsatriði og gestirnir búnir að gefast upp. Engu máli skipti hver var inná og gat því Jonni þjálfari leyft sér að hvíla lykilleikmenn.  Keflavíkurliðið hefur á skipa mjög breiðum leikmannahóp og eru yngri stelpurnar að vaxa með hverjum leik.

Lokatölur í leiknum voru 102-57.

Stigahæst var Pálína með 28.stig og setti hún niður 5. þrista úr 5. tilraunum. Frábær leikur hjá henni.  Birna kom svo næst með 19. stig og tók alls 13. fráköst nokkuð sem allir miðherjar myndu vera stolltir af. Ingibjörg var með 14. stig og 7. fráköst og Bryndís er öll að koma til, var með 11. stig og 7. fráköst. Halldóra átti einnig mjög góðan leik, var með 11. stig og 6. fráköst á 19. mínutum.

 

Tveir bestu leikmenn Keflavíkur í gær. Mynd vf.is