Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 3. september 2009

Konur og karlar keppa í kvöld

Nóg verður um að vera í Reykjanesbæ í kvöld og geta aðdáendur körfuknattleiks hérna suður með sjó ekki kvartað undan því að leiðast. Í Reykjanes Cup Invitational mæta karlarnir Stjörnunni í Toyota Höllinni og hefst leikurinn klukkan 20:45. Einn leikur er á undan þeim leik, eða klukkan 19:00, og er það viðureign Breiðabliks og Snæfells. Hvetjum alla til þess að mæta og hvetja drengina. Einungis 500kr inn og dugir það fyrir báða leikina.

Í Ljónagryfjunni í Njarðvík fer fram Hraðmót m.fl. kvenna og mæta Keflavíkurstelpurnar U-18 ára landsliði Íslands klukkan 17:00. Þær eiga svo annan leik klukkan 19:15 gegn Hamar og að lokum er síðasti leikur þeirra í kvöld klukkan 20:45 á móti Snæfell.

Allir á völlinn í kvöld og styðjum við bakið á okkar liðum!

Áfram Keflavík!