Körfuboltaæfingar yngri flokka hefjast 3. sept
Æfingar yngri flokka Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefjast formlega samkvæmt æfingatöflu mánudaginn 3. sept.
Æfingataflan fer í loftið um leið og hún verður klár en líklega verður það ekki fyrr en Ljósanæturhelgina 1.-2. sept.
Ráðningar þjálfara eru á lokastigi og verða kynntar fljótlega.
Opnað verður fyrir rafræna skráningu á heimasíðunni frá og með mánudeginum 27. ágúst. Þeir sem óska eftir að ganga frá greiðslu æfingagjalda með öðrum hætti en greiðslukorti/raðgreiðslum geta komið í Félagsheimilið á Sunnubraut 34, 2. hæð, mánudaginn 3. september milli kl. 17.00-20.00 og gengið frá skráningu yfir kaffibollaspjalli.
Það er Barna- og unglingaráði ánægja að tilkynna óbreytta upphæð æfingagjalda frá fyrra ári þó það sé nokkuð ljóst að þau hafa ekki fylgt eðlilegri verðlagsþróun í landinu. Systkinaafsláttur er líkt og áður að greitt er fullt gjald fyrir elsta barn en hálft fyrir yngri systkini. Ekki er veittur systkinaafsláttur milli annarra deilda félagsins.
ALLIR nýir iðkendur deildarinnar fá frían keppnisbúning (treyja og stuttbuxur).
ALLIR skráðir iðkendur í yngri flokkum félagsins fá frítt á leiki meistaraflokksliða félagsins.
ÁFRAM verður boðið upp á fríar&frábærar morgun-/aukaæfingar tvisar í viku fyrir 8. bekk og eldri og hefjast þær æfingar í byrjun oktober.