Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 28. október 2011

Körfuboltadagskrá helgarinnar - allir flokkar

Fjöldi leikja er handan við hornið í körfunni næstu daga. KeflvíkingarHauka í heimsókn í kvöld þegar fjórða umferð Iceland Express deildar karla klárast. Leikurinn hefst á hefðbundnum tíma kl. 19.15

Hátíðardagskrá bíður síðan á laugardag þegar nágrannarnir í Njarðvík heimsækja Toyotahöllina í stórleik 4. umferðar Iceland Express deildar kvenna. Bæði lið hafa unnið 2 leiki af fyrstu þremur í deildinni og reikna má með háspennuleik að hætti hússins eins og svo oft verður þegar grannliðin mætast. Leikurinn hefst kl. 16.30.

Drengjaflokkur leggur land undir fót á laugardag þegar þeir fara  til Akureyrar og leika við Þór í Síðuskóla kl. 15.30. Þetta er fjórði leikur drengjanna á þessu tímabili og eru þeir ósigraðir enn sem komið er.

Á mánudagskvöld er aftur heimaleikur í Meistaraflokki karla þegar 2. umferðin í Lengjubikarnum fer fram. Þá mæta Valsmenn í Toyotahöllina og hefst leikurinn kl. 19.15.

Á mánudagskvöld leikur Unglingaflokkur kvenna einnig þegar þær mæta liði Hauka á Ásvöllum kl. 20.30

 

Keflvíkingar eiga einnig þrjú lið á fjölliðamótum  helgarinnar en þá klárast 1. umferðin.  Dagskrá helgarinnar:

Minnibolti  11. ára stúlkna

leikur í Rimaskóla í A-riðli en þetta er fyrsta keppnishelgi stúlknanna á Íslandsmóti. Leikjadagskrá helgarinnar

7. flokkur drengja

leikur í Njarðvík í A-riðli. og því hæg heimatökin að kíkja við. Leikjadagskrá helgarinnar

9. flokkur stúlkna 

leikur á Ásvöllum í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar 

 

ALLIR Á VÖLLINN UM HELGINA - ÁFRAM KEFLAVÍK :)