Körfuboltahátið í Toyotahöllinni á föstudag
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur ætlar að efna til hátiðar fyrir leik Keflavíkur og Tindastóls sem fram fer á föstudaginn 5. des. kl.19.15
Síðasti heimaleikur ársins í Iceland Express-deildinni, fyllum Toyotahöllina og byrjum jólin á körfuboltagleði. Hátíðin byrjar klukkan 18.00 með körfuboltaleikjum í b-sal og áskorun á gamla Keflavíkurleikmenn, skotkeppnir, vítakeppni og annað.
Eftir að gamlir Keflvíkingar hafa reynt með sér mætast Keflavík og Tindastóll. Tindastóll er í 3. sæti deildarinnar með 12. stig en með liðinu leika 3. erlendir leikmenn, Allan Fall, Darrell Flake og Soren Flang.
Allir yngri flokkar að mæta og taka foreldra, vini og aðra með sér. Áfram Keflavík
Tveir "gamlir" Keflvíkingar sem verða á staðnum
Guðjón Skúlasson kemur.
Hér eru nokkrar gamlar hetjur sem þora að mæta.