Körfuboltamarkaður opnaður í Samkaupshúsinu
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur opnað markað í Samkaupshúsinu. Þar er að finna ýmsan varning sem boðin er á góðum kjörum. Við viljum hvetja fólk til að kíkja við og gera góð kaup en einnig er hægt að gefa varning og þannig um leið styrkja deildina. Nú er því lag að taka til í bílskúrnum eða geymslunni og mæta með það sem ekki er lengur not fyrir og gefa. Þannig er hægt að nýta hlutina betur og um leið gera góðan markað betri.
Þar verður einnig hinar ýmsar uppákomur eins kökubasar fljótlega.
Við viljum um leið minna á næstu leiki. Stelpurnar spila við KR í DHL-höllinni í kvöld og hefst leikurinn kl. 19.15. Strákarnir mæta Snæfell í Toyotahöllinni á föstudag kl. 19.15.
Mætum á leikina og gleðjumst saman. Áfram Keflavík.