Körfuboltamót í Toyotahöllinni á ljósanótt
Á fimmtudag og föstudag verður haldið lítið en öflugt körfuboltamót í Toyotahöllinni í Keflavík. Mótið er æfingamót en þangað mæta fjögur mjög sterk lið og ber fyrst að nefna Íslandsmeistarana og gestgjafana Keflavík en hin liðin eru Njarðvík, Grindavík og KR.
Fimmtudagur 4. september
kl. 1800 KR - UMFG
kl. 2000 Keflavík - Njarðvik
Föstudagur 5. september.
kl. 1800 leikur um 3. sætið
kl. 2000 leikur um 1. sætið
Jonni og félagar mæta til leiks.