Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 6. febrúar 2011

Körfubolti 9. flokkur drengja.

Ekki fór sem skildi hjá Keflavíkurdrengjum fæddum 1996 eða 9.flokki drengja hér í Keflavík um helgina þar sem allir fjórir leikir helgarinar töpuðust og liðið á leið niður í C-riðil. 

Fyrsti leikurinn var á móti Njarðvík og var jafnt fyrstu þrjá leikhlutana en í þeim fjórða náðu okkar drengir sex stiga forystu sem þeir misstu niður á lokamínútum. Víð náðum svo að jafna með ævintýralegum þristi frá Knúti Eyfjörð, en Njarðvíkurdrengir voru ákveðnari á lokasprettinum og náðu að klára leikinn í framlengingunni.
Næsti leikur drengjanna var á móti Skallagrímsdrengjum sem mættu með stórt og stæðilegt lið fyrir þennan aldurshóp, sennilega allir skyldir Agli í beinan karllegg. Þar höfðum við forystu nánast allan leikinn, en sama sagan endurtók sig og við gáfum eftir á lokamínútunum og töpuðum þeim leik líka.

Í morgun lékum við svo úrslitaleik um áframhaldandi þátttöku í þessum riðli við Fjölnismenn. Leikurinn var jafn fram í síðustu lotuna, en þá tóku Fjölnismenn upp á því að beita svæðisvarnarafbrigði sem ekki hefur sést á Íslandi síðan Haukamaðurinn „Spóinn“ var og hét. Fór þessi 1-3-1 svæðisvörn með okkar sóknarleik og tapaðist leikurinn og ljóst að við áttum ekki heima í b-riðlinum lengur.
Síðasti leikurinn var svo á móti Ármanni sem voru með áberandi besta körfuboltaliðið í mótinu og var sá leikur aldrei jafn, enda okkar lið beygt og bogið í ljósi stöðunnar og lítil mótstaða fyrir hið snögga lið Ármenninga sem enduðu með að sigra alla sína leiki á mótinu og munu leika í  A-riðli í lokamótinu í mars.

Úrslit okkar leikja:

Keflavík – Njarðvík  45 – 51 eftir framlendan leik.  (43 – 43)
Keflavik – Skallagrímur  41 – 49
Keflavík – Fjölnir  36 – 48
Keflavik – Ármann  49 – 84


Lið Keflavikur að undirbúa sig fyrir fyrsta leik.


Lið Fjölnismanna sem beyttu 1-3-1 vörninni snilldarlega og óvænt.


LIð Ármenninga sem sigraði b-riðilsmótið um helgina.

 
Hinir stæðilegu frændur Egils Skallagrímssonar.


Lið Njarðvíkur sem endaði mótið í öðru sæti.