Fréttir

Karfa: Karlar | 9. nóvember 2007

KR auðveld bráð fyrir fullu húsi áhorfenda

Keflavik sigraði í kvöld KR, 107-85 eftir að staðan hafði verið 37-34 í hálfleik.

Það er óhætt að segja að stemmingin hafi verið rafmögnuð fyrir leik liðanna enda Keflavík á toppnum ósigrað og Íslandsmeisturunum spáð 1. sæti í deildinni. Stuðnigsmenn liðanna voru vel með á nótunum, full rúta af stuðningsmönnum gestanna mæti til að styðja sína menn og trommusveitin keflvíska gaf lítið eftir.

Keflavík hafði forustuna frá byrjun leiks en hún var aldrei meira en nokkur stig í fyrrihálfleik. Í raun náði KR 1. stig forustu rétt áður en fyrsta leikhluta lauk en þá átti Siggi Þorsteins. ævintýralega 3. stiga körfu nánast frá miðju og Keflavík því með 28-26 stiga forustu eftir leikhlutann. Þetta var svo sannalega til að kveikja í áhorfendum sem voru vel með á nótunum.

Anthony Susjnara kom sér í villuvandræði strax í 2. leikhluta og Siggi kom í hans stað.  Siggi spilaði mjög vel og náði að koma Fannari Ólafsyni í uppnám. B.A. Walker átti frábæran fyrri hálfleik, skoraði 19 stig og skemmti áhorfendum með skrautlegum tilþrifum.

Í þriðja leikhluta fór hraðlestin á fulla ferð og munurinn jókst jafn og þétt.  Maggi og Gunni smelltu niður þristum og KR-ingar eyddu miklu púðri í að röfla í dómurum leiksins. Staðan eftir leikhlutann 75-61 og Maggi kláraði leikhlutan með flautukörfu.

Keflavík hélt áfram að auka muninn í fjórða leikhluta og aðeins spurning hversu stór sigurinn yrði.  B.A Walker var stórkostlegur í leiknum, var með 37. stig, 6. fráköst og 8. stoðsendingar og klikkaði aðeins úr tveim skotum í leiknum. Tommy var mjög góður varnarlega og skoraði 20 stig. Maggi, Jonni, Arnar, Siggi og Gunni léku allir mjög vel.  Maggi og Gunni voru með 14. stig. Siggi átti sinn besta leik í vetur og skoraði 11. stig, 5. stoðsendingar og 3. fráköst. Anthony Susjnara var fyrirferðarmikil í teignum en lék aðeins í 15. mín. sökum villuvandræða. Þröstur reyndi lítið þær mínutur sem hann spilaði en hann á pottþétt eftri að láta að sér kveða í vetur.

Prik fá stuðninsmenn KR sem voru syngjandi allan leikinn.  Það væri gaman að fleiri lið væru með svona öfluga stuðningsmenn.

Næsti leikur liðsins er gegn Störnunni í Garðabæ á fimmtudaginn og gaman væri að sjá stuðningsmenn fjölmenna á þann leik.

Staðan i deildinni.

Tölfræði leiksins.

Maður leiksins, B.A. með 37 stig og 8. fráköst. (mynd vf.is )