KR í heimsókn í kvöld
Keflavík mætir í kvöld KR-ingum í annari umferð Iceland Express-deilarinnar. KR sigruðu Snæfell í fyrstu umferðinni 83-79 , þar sem Jeremiah Sola átti góðan leik og skoraði 24 stig. Fyrrum leikmaður okkar Gunnar Stefánsson gekk í raðir KR fyrir tímabilið og þetta verður því fyrsti leikur hans gegn sínu gamla félagi.
Leikir liðanna hafa alltaf verið mikil skemmtun og einkennst að mikilli baráttu þar sem ekkert er gefið eftir og alveg ljóst að enginn undantekning verður í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19.15 en mæting í kl. 19.00.
Thomas Soltau verður ekki með í kvöld vegna veikinda og Jonni er frá vegna meiðsla. Axel Þór Margeirsson og Magni Ómarsson taka sæti þeirra í hópnum.
Leikmenn KR.
4. Brynjar Björn | Bakvörður | 190 | 9 |
5. Fannar Ólafs. | Miðherji | 202 | 13 |
6. Skarphéðinn I. | Framherji | 191 | 5 |
7. Eyþór Magnússon | Framherji | 192 | |
8. Pállmi Sigurgeirsson | Bakvörður | 188 | 11 |
9. Jeremiah Sola | Miðherji/framherji | 202 | 24 |
10. Tyson Pattersson | Leikstjórnadi | 174 | 16 |
11. Peter Heizer | Framherji/Bakvörður | 192 | 2 |
12. Heiðar Hanson | Bakvörður | 186 | |
13. Darri Hilmarsson | Framherji | 188 | |
14. Ellert Arnarsson | Leikstjórnandi | 180 | 3 |
15. Gunnar Stéfansson | Bakvörður | 180 | |