KR komið yfir 0-1 og næsti leikur á þriðjudag
Kelfavík tapaði í kvöld fyrsta leiknum gegn KR í undanúrslitum. Okkar menn byrjuðu leikinn vel en misstu hann úr höndunum í þriðja leikhluta. Nokkrir lykilmenn voru ekki að finna sig kvöld og verða gera betur á þriðjudaginn. Þá verða allir að mæta og mynda brjálaða stemmingu. Stigahæstir Jesse 24. stig, Gunnar og Siggi 17.stig og Villi 7.stig.
KR-ingar pressuðu í byrjun leiks en okkar mönnum tóks að leysa það vel. Keflavík komst í 9-6 eftir þrist frá Gunna E. og hann endurtók leikinn í næstu sókn. Okkar menn komust í 10-14 með körfu frá Jesse. Gunnar bætir svo við sínum þriðja þristi og Jesse tvem í röð og staðan 14-22 þegar um 2. mín. eru eftir að fyrsta leikhluta. Mest var forustan 10. stig en heimamenn náðu að minnka forustuna niður í 4. stig, 21-25. Stigahæstir Gunni og Jesse með 9.stig. Siggi 7. stig en Jonni kominn með í 3. villur.
Heimamenn komust yfir í leiknum 28-27 en Gunnar kemur með þrist og Fannar jafnar leikinn 30-30. Jonni fékk svo sína 4.villu í kjölfarið. Kr-ingar ganga á lagið og komast í 38-30. Leikurinn fór svo út í mikinn flautu-konsert og mikið stoppaður. Algjört frost var í sóknarleikum og KR-ingar náðu 13. stiga forustu. Villi og Almar komu til bjargar af bekknum og settu sitt hvorn þristinn. 50-40. Staðan í hálfleik, 54-45. Jesse skoraði síðustu körfu leikhlutans og stal svo boltanum og náði skoti sem dansaði á hringnum. Stigahæstir Jesse 16. stig, Gunnar E. 12.stig, Siggi 11.stig, Almar og Villi 3. stig.
Leikmenn komu ekki nógu ákveðnir til leiks eftir hlé og voru að klikka á auðveldum skotum. Siggi tekur leikhlé til að skerpa á hálfleiksræðunni. Jonni fékk sína 5. villu og endaði leikinn án þess að skora og var inná í 11.mín. Margar af þeim villum sem hann fékk voru mjög ódýrar og hinar klaufalegar. KR kemst 64-50 og aðeins 5. stig komin í hús í seinnihálfleik eftir 5. mín. leik. Áhyggjuefni að Hörðu Axel komst ekki í takt við leikinn. Staðan fyrir 4. leikhluta 78-57.
Ekki fóru hlutirnir að gerast og KR jók forustuna hægt og rólega. Allt of stórt tap staðreynd og nú er bara að einbeita sér að næsta leik sem verður á þriðjudaginn í Keflavík