Fréttir

Karfa: Karlar | 16. desember 2008

KR og Hamar mótherjar okkar í Subway-bikarnum

Keflavík hefur ekki verið þekkt fyrir að fara auðveldustu leiðina í gegnum bikarinn og vissulega er til léttari leið en að mæta KR á útivelli.  Áskorunin er því til staðar þeas vera fyrsta liðið til að vinna KR í vetur.  

Stelpurnar sigruðu Snæfell á útivelli sannfærandi í síðustu umferð og nú mætir spútnik liðið frá Hveragerði til leiks. Hamarstelpur eru í öðru sæti í Iceland Expressdeildinni með 16. stig.

Leikirnir fara fram 11 og 12. janúar. 

Konur:
Skallagrímur · Hekla
Haukar · KR
Fjölnir · Valur
Keflavík · Hamar

Karlar:
UMFN · Haukar
KR · Keflavík
UMFG · ÍR
ÍBV/Stjarnan · Valur