KR-stúlkur jöfnuðu metin
KR-stúlkum tókst í kvöld að jafna einvígið gegn Keflavík í 4-liða úrslitum Iceland Express deild kvenna. Lokatölur leiksins voru 75-64.
Keflavík byrjaði betur í leiknum og komst yfir eftir um 6 mínútna leik 4-13. Við tók ótrúlegur viðsnúningur í leiknum, þar sem Keflavík kastaði frá sér boltanum trekk í trekk og ekkert gekk upp í sóknarleiknum. KR sneri leiknum úr 4-13 í 20-13. Þessi 16-0 rispa kom KR algjörlega inn í leikinn aftur og Keflavíkurstúlkur þurftu að sækja grimmt. Þær löguðu stöðuna og staðan í hálfleik var 37-38 og skyndilega hörkuleikur í gangi.
Mikið jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og það var ekki fyrr en á lokamínútum 4. leikhluta að KR-stúlkur fóru að síga hægt og bítandi fram úr Keflavík. Þær gáfu ekkert undir lokin og fögnuðu sigri 75-64.
Hjá Keflavík var Bryndís Guðmundsdóttir atkvæðamest með 21 stig, en Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 16 stig. Jacqueline Adamshick skoraði 12 stig og hirti 12 fráköst.
Nú tekur við nokkra daga hlé og liðin mætast aftur á föstudaginn næstkomandi. Hvetjum alla til að láta sjá sig!