Fréttir

Karfa: Karlar | 28. mars 2011

KR tekur forystu 1-0

KR-ingar tóku forystu í kvöld þegar Keflvíkingar sóttu þá heim í fyrsta leik 4-liða úrslita karla í Iceland Express deildinni. Lokatölur leiksins voru 87-79.

Keflvíkingar byrjuðu af gríðarlegum krafti og skoruðu fyrstu 14 stig leiksins, en KR-ingar náðu ekki að skora fyrstu körfuna fyrr en eftir rúmar 4 mínútur.  Staðan eftir fyrsta leikhluta var 11-26. KR-ingar tóku hins vegar öll völd á vellinum í öðrum leikhluta og hreinlega rúlluðu okkar mönnum upp með frábærri spilamennsku. Þeir unnu leikhlutann 28-8 takk fyrir. Í seinni leikhluta sóttu okkar menn stíft og voru á köflum stigi frá því að jafna metin. KR var hins vegar ekkert á því að gefast upp og hélt Keflavík í góðri fjarlægð allan 4. leikhluta. Lokatölur því 87-79.

Stigaskor kvöldsins:

KR: Marcus Walker 33/5 fráköst, Pavel Ermolinskij 24/16 fráköst/8 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 12, Brynjar Þór Björnsson 7/6 fráköst, Fannar Ólafsson 5/6 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Finnur Atli Magnússon 2/6 fráköst.

Keflavík: Thomas Sanders 28/9 fráköst/6 stoðsendingar, Andrija Ciric 16/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/10 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 10/9 fráköst/5 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 6, Magnús Þór Gunnarsson 6/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 2.

 

Nú er ekkert annað í boði fyrir Keflavík en að hysja upp um sig brækurnar eftir þennan leik og koma fílefldir til leiks í Keflavík á miðvikudaginn. Við búumst við fullu húsi og allir hvattir til að láta sjá sig!

Áfram Keflavík!