Kveðju leikur Önnu Maríu á móti Blikum
Anna María Sveinsdóttir leikur kveðju leik sinn á móti Breiðabliki á morgun. Ástæðan er sú að hún meiddist fyrr á tímabilinu og ákvað í framhaldi að því að leggja skóna á hilluna endanlega. Anna María er leikjasti leikmaður í kvenna flokki frá upphafi og hefur allan sinn feril leikið fyrir Keflavík. Ófáa bikara hefur hún haldið á lofti og sennilega fáir eða þá nokkur sem geta státað af slíkum árangri. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir Keflavík 1984 eða fyrir 23 árum síðan og hefur leikir rúmlega 60 landsleiki.
Nú er um að gera að koma við í Sláturhúsinu á morgun og kveðja einn sigursælasta leikmann okkar fyrr og síðar.