Lakiste Barkus til liðs við Keflavík
Lakiste Barkus 23 ára bakvörður er gengin til liðs við kvennalið Keflavíkur. Barkus kemur frá Louisiana Tech háskólanum og þykir góð skytta og góður varnamaður. Hún kemur til landsins í vikunni og nær vonandi æfingu fimmtudag.
Ástæðan fyrir því að Reshea Bristol var látin fara virðast flestir hafa áttað sig á og var sú ákvörðun alls ekki auðveld. Það er öllum ljóst að Reshea er mjög góður leikmaður, en á það til að láta allt fara í skapið á sér og hefur það að sjálfsögðu mikil áhrif á allt liðið. Það var því ákveðið að hún myndi ekki koma aftur eftir jólafrí.