Fréttir

Landsbankinn áfram aðalstyrktaraðili Keflavíkur
Karfa: Hitt og Þetta | 5. apríl 2013

Landsbankinn áfram aðalstyrktaraðili Keflavíkur

 

Á dögunum undirrituðu Landsbankinn og Körfuknattleiksdeild Keflavíkur nýjan samstarfssamning til þriggja ára. Landsbankinn hefur verið aðalstyrktaraðili körfuknattleiksdeildarinnar í yfir tveggja áratuga skeið og samstarfsið verið afar farsælt að sögn beggja aðila. Merki Krabbameinsfélags Suðurnesja mun áfram prýða búninga leikmanna og njóta góðs af velgengni liðsins. Landsbankinn afsalaði sér merkingum á búningunum og Keflavík valdi Krabbameinsfélagið í staðin. Bankinn greiðir áfram áheit fyrir hvern sigur á Íslandsmóti karla og kvenna.
 
Mynd: Samningurinn undirritaður í Toyotahöllinni en frá vinstri eru Pálína Gunnlaugsdóttir fyrirliði meistaraflokks kvenna, Björn Kristinsson þjónustustjóri, Hermann Helgason formaður Körfuknattleiksdeildarinnar, Einar Hannesson útibússtjóri, Sævar Sævarsson stjórnarmaður og Magnús Gunnarsson fyrirliði meistaraflokks karla.