Landsbankinn með getraun á leiknum í kvöld
Aðalstyrktaraðili Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur Landsbankinn verður með verðlaunagetraun á leiknum í kvöld. Þeir sem mæta á leikinn geta svarar þremur einföldum spurningum við innganginn og dregið verður úr réttum lausnum. Vinningur er10000 krónur í verðbréfasjóði hjá Landsbankanum eða á framtíðarreikning ef vinningshafi er yngri en 18 ára.
Leikurinn er fyrsti leikurinn á milli liðanna í 8 liða úrslitum og þarf að vinna 2. leiki til að komast áfram í undanúrslit. Sérstakir gestir á leiknum verða krakkar úr íþróttafélaginu Nes og bjóðum við þau sérstaklega velkomin.