Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 18. ágúst 2009

Landsleikir karla og kvenna

Nú framundan eru fimm heimaleikir hjá landsliðunum okkar og hefst sá fyrsti á morgun hjá kvennalandsliðnu á Ásvöllum kl 19.15 gegn Hollandi.

Í karlaliði Hollands eru m.a. tveir leikmenn sem spila í NBA deildinni, þeir Francisco Elson (Bucks) og nýliðinn Henk Norel (Timberwolves)

Frítt er á leikina fyrir 16 ára og yngri en aðgönguverð er 1000 kr. fyrir fullorðna. Hægt er að kaupa miða á netinu a midi.is ( 
http://midi.is/ithrottir/1/5639  )


Karlaliðið:
22. ágúst
Ísland-Holland í Smáranum kl 16.00

29. ágúst
Ísland-Austurríki í Smáranum kl 16.30



Kvennaliðið:
19. ágúst
Ísland-Holland kl. 19:15 að Ásvöllum

26. ágúst
Ísland-Írland kl. 19:15 að Ásvöllum

29. ágúst.
Ísland-Svartfjallaland kl. 14:00 í Smáranum í Kópavogi

Styðjum okkar fólk og áfram Ísland