Landsliðið til Finnlands
Landsliðið hélt til Finnlandi í morgun til að taka þátt í Norðurlandamótinu. Okkar menn í hópnum eru Maggi, Jonni og Arnar ásamt Sigga þjálfara. Fyrsti leikurinn er gegn heimamönnum í Finnlandi á miðvikudag kl. 19:00 en íslenska liðinu gefst tími til að sjá Finna leika gegn Norðmönnum áður en það mætir Finnum.
Hægt verður að fylgast með úrslitum og fréttum af liðinu á kk.is og vf.is
Leikjaröðun landsliðsins í Finnlandi:
Miðvikudagur 2. ágúst
Finnland – Ísland
Fimmtudagur 3. ágúst
Ísland – Svíþjóð
Föstudagur 4. ágúst
Noregur – Ísland
Laugardagur 5. ágúst
Danmörk - Ísland