Langþráður sigur á Haukum, María með 31 stig
Keflavík sigraði Hauka í baráttu leik fyrr í kvöld. Keflvíkurstelpur voru mun betri allan leikinn og unnu langþráðan sigur, 95-88. María Ben var með frábæran leik og var hreint óstöðvandi. skoraði alls 31 stig í leiknum og var með 7 fráköst. Kesha var líka traust og skoraði 32 stig , 8 stoðsendingar og 6 fráköst. Sigurinn var mjög mikilvægur ekki bara stigalega séð heldur einnig sálarlega enda tapaði nokkrum leikjum gegn Haukum vegna taugatitrings undir lok leiks.
Stelpurnar voru yfir mest allan leikinn og leiddu 21-19 eftir fyrsta leikhluta og staðan í hálfleik var jöfn 45-45. Keflavík lagði grunninn af sigrinum með góðri vörn í þriðja leikhluta þar sem Haukastelpur komust lítið áfram í sókninni. Þær sigruð þann leikhluta með 7 stigum og virtust ákveðnar að klára leikinn að þessu sinni.
María og Kesha voru mjög góðar eins og áður sagði en þó er það liðsheildin sem vinnur leiki eins og þennan. Birna var með 15 stig og setti niður þrjá þrista og sérstaklega var sá síðasti mikilvægur enda gerði hann i raun út um leikinn. Kara skoraði ekki mikið að þessu sinni en tók 11 fráköst. Kara er leikmaður sem sýnir gott fordæmi með frábæri baráttu og gefst aldrei upp
Leikurinn var frábær skemmtun og þeir fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína í Sláturhúsið fóru með bros á vör heim. Keflavík verður eitt á toppnum að minnsta kosti fram til 21 des þegar Haukar og Grindavík mætast í síðasta leiknum fyrir jólafrí, en næsti leikur Keflavíkur er miðvikudaginn 10. janúar.
Áfram Keflavík