Leiðin í úrslit 2006
Leið Keflavíkur í bikarúrslit árið 2006
Bikarmeistari 5 sinnum (1992, 94, 97, 03, 04)
Leiðin í bikarúrslit var langt í frá að vera auðveld þetta árið enda drógust við gegn Fjölni strax í 32 liða úrslitum. Leikurinn var í Keflavík og sigur hafðist 104-96, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 55-47.
Hér má lesa meira um þann leik.
Í 16.liða úrslitum drógumst við gegn Tindastóli á útivelli og þann leik lék liðið án AJ sem tók út leikbann og Ástralinn Vlad Boer var ekki komin til landsins. Strákarnir voru þó ekki í vandræðum með Stólana og unnu auðveldan sigur 67-89.
Hér má lesa meira um þann leik.
Þá var komið að 8.liða úrslitum og drógst liðið gegn KR og aftur á útivelli. Stuðningsmenn Keflavíkur fjölmenntu í Vesturbæinn og leikurinn var hin besta skemmtun, en staðan í hálfleik var 40-48 fyrir Keflavík. Í seinni hálfleik setti liðið í 5. gír og hafði að lokum 24 stiga sigur og greinilega ákveðið að komast í úrslitaleikinn. Lokastaðan 74-98
Hér má lesa meira um þann leik.
Næst á dagskrá voru undanúrslit og liðin sem voru í pottinum öll mjög sterk og að margra mata 4 sterkustu lið landsins í dag. Keflavík fékk heimaleik gegn erkifjendunum og nágrönnum úr Njarðvík. Það var ljóst að hér yrði um hörkuleik ræða að vanda en Njarðvíkingar höfðu titil að verja og unnið Keflavík í leikjum vetrarins. Ekki vildum við meina að þeir leikir væru allir margtækir en vissulega slæmt tap í Ljónagryfjunni staðreynd og mörgum minnistæður. Stemmingin í Sláturhúsinu í Keflavík sunnudagin 5 febrúar var frábær og barátan ekki síðri á pöllunum en inni á vellinum. Áhorfendur sem voru um 900 í húsinu urðu vitni að skemmtilegum leik en Keflavík átti þó leikinn frá byrjun. Mestur var munurinn 19 stig en Njarðvíkurseiglan kom þeim inn í leikinn undir lokin. Keflavík stóðst þó áhlaupið og vann góðan sigur 89-85 og sló þar með bikarmeistarana út.
Hér má lesa meira um þann leik.
Mikill fögnuður brauts út í leikslok enda fátt skemmtilegra en að komast í bikarúrslitaleik í Laugardalshöll.
Trommusveitin á eftir að taka vel á þvi á laugardaginn.