Fréttir

Leikdagar í úrslitakeppninni
Karfa: Konur | 15. maí 2024

Leikdagar í úrslitakeppninni

Kvennalið Keflavíkur í körfuknattleik tryggði sér á dögunum sæti í úrslitaeinvígi Subway deildar kvenna þar sem þær mæta erkifjendunum úr Njarðvík. Stelpurnar okkar hafa nú þegar unnið þá titla sem í boði eru og það er ekkert annað í stöðunni en að bæta þeim þriðja við. Búast má við hörkuleikjum því Njarðvík hefur heldur betur spilað vel upp á síðkastið. Það verður því geggjuð stemming í Reykjanesbæ næstu daga eða vikur. Við í Keflavík tjöldum öllu til í okkar heimaleikjum og bjóðum stuðningsmönnum beggja liða í Fanzone í B-sal þar sem upphitun fer fram. Á morgun fimmtudag opnum við Fanzone kl. 18:15 og hleypum inn í sal kl. 19:15. Krummaborgarar, kaldir drykkir, stemningstónlist og margt fleira í boði.

Hvetjum alla Sanna Keflvíkinga að klára þetta verkefni með stelpunum. Við ætlum okkur alla leið.

 

(1) Keflavík – (3) Njarðvík

Leikur 1          16. maí           20:15               Keflavík – Njarðvík

Leikur 2          19. maí           19:15               Njarðvík – Keflavík

Leikur 3          22. maí           19:15               Keflavík – Njarðvík

Leikur 4          25. maí           19:15               Njarðvík – Keflavík    *ef með þarf

Leikur 5          28. maí           19:15               Keflavík – Njarðvík    *ef með þarf