Leikið í bikarnum í dag. Keflavík og IBV mætast i fyrsta skipti
Keflavík mætir ÍBV í 32.liða úrslitum Lýsingarbikar á morgun sunnudag kl. 15.00. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem liðin mætast enda Vestmannaeyingar þekktari fyrir margt annað en körfuknattleik. ÍBV spilar í 2. deildinni og hefur sigrað fyrstu 3. leiki sína í mótinu en þjálfari liðsins er Keflavíkingurinn Björn Einarsson sem er bróðir aðstoðarþjálfara Keflavíkur fyrir þá sem ekki vita.
Keflavík B sem er skipað ´´ gömlum'' leikmönnum Keflavíkur, kallar sig Hraðlestina mætir svo á morgun kl. 16.00 úrvalsdeildarliði Þór frá Akureyri og fer leikurinn fram í Keflavík.
Sannalega forvitnilegir leikir þar á ferðinni og við hvetjum stuðningsmenn til að kíkja við og skoða gömlu hraðlestina. Þeir sem hafa verið að spila með þeim í vetur eru td. Gauji Skúla. Alli Óskars. Falur Harðarsson, Guðbrandur Stefánsson, Hrannar Hólm, Siggi Ingimundars. Guðjón Gylfasson, Elentínus Margeirsson og fl.
Siggi verður í Vestamanneyjum á morgun