Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 19. nóvember 2010

Leikir yngri flokka um helgina

Fjórir sprækir yngri flokkar verða á fullu um helgina og keppa í 2. umferð Íslandsmótsins.  Helgin verður þægileg fyrir flesta flokka í þetta skiptið því þrír af flokkunum leika á Suðurnesjum og einn í Garðabæ.

7. flokkur stúlkna leikur í Ljónagryfjunni í A-riðli.  Stelpurnar fóru á kostum í 1. umferð á Flúðum þar sem þær pökkuðu riðlinum saman með öruggum sigri í öllum fjórum leikjunum. 

10. flokkur stúlkna  leikur í Grindavík í A-riðli.  Þær áttu sömuleiðis flott mót í 1. umferð og unnu alla sína leiki örugglega.  Helsti keppinauturinn í þessum flokki er lið Grindvíkinga sem eiga heimavöllinn í þetta skiptið og forvitnilegt að sjá hvort gestgjafarnir nái að gera sér mat úr því.

Minnibolti  11. ára drengja lék á sínu fyrsta móti á heimavelli í Keflavík í 1. umferð og náði að halda sæti sínu í A-riðli, unnu einn og töpuðu þremur.  Virkilega gaman var að sjá til peyjana á því móti og spurning hvort Bjössi þjálfari nær að halda þeim uppi í A-riðli en þeir hafa verið duglegir og áhugasamir undanfarnar vikur.  Mótið verður haldið í Sjálandsskóla í Garðabæ og í stað Reykdæla/Skallagríms sem féll í B-riðil kemur lið Grindavíkur sem vann alla sína leiki í 1. umferð B-riðils.

9. flokkur drengja leikur í B-riðli og fá að sprikkla á heimavelli í Toyotahöllinni þessa helgi. Þeir Kumas Máni og Birkir Örn verða með öfluga stráka úr 8. flokki sér til halds og trausts en í fyrstu umferð unnu þeir einn leik og töpuðu þremur.  Lið ÍBV féll í C-riðil en í stað þeirra koma Fjölnismenn upp.  Lið Ármanns fór upp í A-riðil en Tindastólsdrengir féllu niður í B-riðil og verða næturgestir okkar um helgina.

Dagskráin í Toyota höllinni um helgina í 9. flokki drengja er eftirfarandi:

Laugardagur  20. nóv.

09.45  Njarðvík – Fjölnir

11.00  Breiðablik - Keflavík

12.15  Tindastóll – Fjölnir

13.30  Njarðvík - Keflavík

14.45  Breiðablik – Tindastóll

 

ATH. EKKI GLEYMA STÓRLEIKNUM Í IE-DEILD KVENNA, KEFLAVÍK-UMFN, LAUGARDAG KL.17.00

 

Sunnudagur  21. nóv.

09.00  Keflavík – Fjölnir

10.15  Njarðvík – Tindastóll

11.30  Breiðablik – Fjölnir

12.45  Tindastóll – Keflavík

14.00  Breiðablik - Njarðvík

 

ÁFRAM KEFLAVÍK :)