Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 18. nóvember 2011

Leikjadagskrá helgarinnar

Fjórir flokkar Keflavíkur verða í eldlínunni um helgina þegar 2. umferð fjölliðamóta yngri flokka á Íslandsmótinu heldur áfram. Einn heimaleikur í "fullorðinsdeildinni"er á dagskrá á laugardag þegar Keflavík fær lið Fjölnis í heimsókn í Iceland Express deild kvenna en stelpurnar okkar hafa verið á fljúgandi siglingu síðan þær töpuðu sínum eina leik í deildinni til þessa gegn þessu sama Fjölnisliði í fyrstu umferð. Leikurinn hefst kl.16.30 og eru allir hvattir til að mæta og styðja stelpurnar.

Unglingaflokkur karla á einn leik á laugardag gegn Haukum kl. 15.30 á Ásvöllum og næsti leikur meistaraflokks karla verður á mánudagskvöld í Vodafonehöllinni gegn Valsmönnum í Lengjubikar karla kl. 19.15, en það er næst síðasti leikur liðsins í riðlakeppni Lengjubikarsins.

Dagskrá fjölliðamóta helgarinnar, 2. umferð:

9. flokkur drengja leikur á heimavelli í Toyotahöllinni í B-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar

10. flokkur stúlkna fer yfir lækinn og leikur í Ljónagryfjunni  í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar

Minnibolti 11. ára drengja mætir í Sjálandsskóla í Garðabæ og þar sem drengirnir leika í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar

7. flokkur stúlkna fer á Flúðir þar sem þær leika í A-riðli. Leikjadagskrá helgarinnar

 ÁFRAM KEFLAVÍK :)