Leikmannahópur Keflavíkur styrkist
Keflavík hefur í gegnum árin haft mjög breiðan og sterkan leikmannahóp. Sá þáttur hefur haft mikið að segja í velgegni liðsins síðustu ár, því mörg lið hafa góðan 7-8 manna hóp en Keflavíkurliðið hefur haft sterkan 12-14 manna kjarna. Bekkurinn hjá okkur hefur ár eftir ár verið efst í öllum tölfræðiþáttum körfuboltans.
Nú hafa 2. leikmenn ákveðið að æfa og spila með Keflavík í vetur, þeir Sigurður Sigurbjörnsson og Vilhjálmur Steinarsson. Siggi er 25 ára bakvörður uppalinn í Keflavík en lék með Grindavík á síðasta tímabil. Villi er 24 ára framherji 190 cm. á hæð og hefur allan sinn feril leikið með Haukum.
KKDK býður þá velkomna til Keflavíkur.