Fréttir

Leikmenn heimsóttu grunnskóla Keflavíkur
Karfa: Karlar | 22. mars 2013

Leikmenn heimsóttu grunnskóla Keflavíkur

Leikmenn meistaraflokks Keflavíkur heimsóttu grunnskóla Keflavíkur í morgun til að auglýsa leik liðsins gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar sem fram fer á sunnudag kl. 19.15 í Toyotahöllinni.

Fóru leikmenn í Myllubakkaskóla, Holtaskóla og Heiðarskóla þar sem krakkarnir tóku þeim fagnandi. Leikmenn afhentu krökkunum smá orðsendingu á miðum sem krakkarnir fengu að taka með sér heim.

Þá fengu krakkarnir að sjálfsögðu eiginhandaáritanir frá leikmönnum en að sögn þeirra var gríðarlega skemmtileg upplifun að fá að hitta krakkana og rabba við þá um körfubolta og komandi leiki. Er þess vænst að foreldrar fjölmenni með krökkunum á leikinn á sunnudaginn og hjálpi þannig Keflavík að knýja fram oddaleik í seríunni.

Hér að neðan má sjá myndir sem teknar voru við ofangreint tilefni

Darrel Lewis er hrókur alls fagnaðar hvert sem hann kemur...

Krakkarnir ánægðir með orðsendinguna og að fá mynd af sér með Billy Baptist en með honum í heimsókninni var einnig Almar, Ragnar og Hafliði...

Gleðin skein af andlitum krakkana með að hitta Val Orra, Andra Dan,  Michael Craion og Darrel Lewis

Flestir vildu eiginhandaáritun frá leikmönnum

Darrel Lewis ásamt ungum aðdáanda

Michael Craion er besti leikmaður deildarinnar og var ánægður með að hitta krakkana