Leikur 2. að Ásvöllum í kvöld
Keflavík mætir Haukastelpum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deild kvenna í kvöld og fer leikurinn fram að Ásvöllum. Keflavík leiðir í einvíginu 1-0 eftir æsispennandi leik í Keflavík á laugardaginn. Í þeim leik voru stelpurnar með forustu allt þar til í 4. leikhluta er Haukar náðu forustu. Með góðum endaspretti frá m.a Keshu náði Keflavík fram framlengingu.
Rannveig Kristín Randversdóttir snéri sig illa á ökkla í fyrsta leik liðanna en verður hún með í kvöld?
,, Ég veit ekki með Rannveigu. Útlitið var ekki gott í gærkveldi,” sagði Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Keflvíkinga í samtali við Víkurfréttir. ,
,Við skulum sjá til í dag með Rannveigu, hún fer í sjúkraþjálfun í dag og þá fáum við úr skorið með stöðuna á henni.
”Hvernig leggst leikurinn annars í þjálfarann, telur hann að þreyta sér farin að gera vart við sig hjá liðunum?
,,Leikurinn í kvöld leggst vel í mig. Leikurinn á laugardaginn var stórskemmtilegur og hef ég ekki trú á að neitt annað verði uppá teningnum í kvöld.
Ég veit ekki með þreytu, það er ekki í boði að vera þreyttur núna.
Þetta er sá tími sem að allir leikmenn bíða eftir og menn verða bara þreyttir eftir úrslitakeppnina. Ég tel að liðið hjá mér sé í góðum gír fyrir kvöldið og við hlökkum bara til,” sagði Jón Halldór.
Ekki ljóst með Rannveigu í kvöld.