Karfa: Konur | 13. mars 2009
Leikur 2. í vesturbænum í kvöld
Undanúrslitin í Iceland Express deild kvenna halda áfram í kvöld þegar Subwaybikarmeistarar KR taka á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur kl. 19:15 í DHL-Höllinni í Vesturbænum.
KR tók sig til og vann Keflavík í fyrstu viðureign liðanna í Toyotahöllinni og komust þar með 1-0 yfir í einvíginu. Leikurinn var æsispennandi þar sem Hildur Sigurðardóttir fór á kostum í liði KR og Helga Einarsdóttir gerði sigurkörfuna. KR-ingar hafa sett saman spennandi myndband sem sýnir frá lokasekúndum leiksins. Vafalítið verður önnur eins spenna í DHL-Höllinni í kvöld svo það er um að gera að fjölmenna í Vesturbæinn. karfan.is