Fréttir

Körfubolti | 4. apríl 2005

Leikur 2. Stykkishólmi kl 19.00 í kvöld

Þá er komið að leik númer 2. í úrslitaeinvígi Íslandsmeistara Keflavíkur og Hópbílameistara Snæfels. Fyrsta leikinn sem fór fram í Keflavík á föstudaginn vann Keflavík 90-75. Leikurinn í kvöld er í Fjárhúsinu eins og íþróttahús þeirra er kallað og hefst kl. 19.00. Þar má búast við góðri stemmingu enda kemur fjöldi af stuðningmönnum Keflavíkur á leikinn í rútum og á einkabílum.  Þegar liðin mætust í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistartitilinn á síðasta tímabili var Snæfell með heimaleikjaréttinn. Staðan var 1-1 eftir að liðin höfðu unnið heimaleiki sína og 3. leikurinn á Stykkishólmi. Keflavík vann þann leik 65-79 eftirminnilega, Maggi skoraði 17 stig ( 4 þristar ), Derrick 14 og Sverrir og Fannar 13 stig. Keflavík vann svo næsta leik á heimavelli og tryggði sér Íslandsmeistartitilinn annað árið í röð.

Í leiknum á föstudag spilaði Keflavík ekki sinn besta leik. Það komu t.d. ekki mörg stig af bekknum og vörnin hefur oft verið betri. Sérstaklega var pressuvörnin ekki eins góð og við höfum verið að sjá í síðstu leikjum. Í leiknum í kvöld verðum við að setja í 5 gír og spila eins og okkur er einum lagið.

Við minnum á sætaferðirnar frá Sunnubraut og fara rúturnar af stað kl 15.30.  Áfram Keflavík.

Svona lítur auglýsingin út fyrir leikinn í kvöld.