Fréttir

Karfa: Karlar | 29. nóvember 2009

Leikur ársins á morgun!

Það verður án efa leikur ársins háður á morgun, en þá mætast erkifjendur til margra ára; Njarðvík og Keflavík. Bæði lið tróna á toppi deildarinnar með jafnmörg stig, ásamt því að gömlu liðsfélagarnir úr Keflavík; Sigurður Ingimundarson og Guðjón Skúlason, stýra liðunum. Leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni og hefst hann klukkan 19:15. Það er skyldumæting fyrir alla áhangendur Keflavíkur að mæta á leikinn og hvetja sitt lið til dáða! Ekkert annað en sigur kemur til greina á morgun og nú rennur sá stund upp sem sýnir úr hverju Keflavíkur-leikmenn eru gerðir.

Áfram Keflavík!