Fréttir

Karfa: Yngri flokkar | 29. apríl 2006

Leikur kattarins að músinni.

10. flokkur kvenna lék í undanúrslitum í gærkvöldi gegn UMFG. Það er skemmst frá því að segja að UMFG gjörsigraði Keflavíkurstúlkur 71-20.

Stelpurnar okkar voru teknar í kennslustund í körfubolta, UMFG var mörgum klössum fyrir ofan okkar leikmenn.

Leikurinn byrjaði ágætlega og var staðan eftir 7 mín. leik 9-7 fyrir UMFG, þá skellti UMFG sér í pressuvörn og kom stöðunni úr 9-7 í 18-7.

Við þetta áhlaup brotnuðu Keflavíkurstúlkur og var staðan í hálfleik 33-13. Það sama var uppá teningnum í seinni hálfleik, UMFG lék áfram eins og þeir sem

valdið hafa. Munurinn jókst jafn og þétt og var eins og áður segir lokastaðan 71-20. Kelflavíkurstúlkur voru afspyrnulélegar og var þetta einn af daprari leikjum sem þær hafa

spilað í vetur, tölur leiksins segja allt sem segja þarf, 32 tapaðir boltar og einungis 25 fráköst.

 Þær sem skoruðu fyrir Keflavík voru Katla Hlöðversdóttir með (6 stig, 9 fráköst og 3 stolna), Hildur B. Pálsdóttir með (6 stig, 3 fráköst, 2 stoðsendingar og 2 stolna)

María Skagfjörð ( 5 stig, 3 fráköst) Telma Dís Ólafsdóttir ( 3 stig, 5 fráköst).