Fréttir

Körfubolti | 6. febrúar 2007

Leikur til styrktar Magga og fjölskyldu á föstudag

Á föstudag verður sannkallaður stórleikur í Sláturhúsinu í Keflavík þegar Bikarmeistarar Keflavíkur í knattspyrnu mæta deildarmeisturum Keflavíkur í körfuknattleik. Já, liðin mætast á parketinu í Sláturhúsinu þar sem knattspyrnuliðið mun hefja leik með 60-0 forystu og fær að hafa sex leikmenn inni á vellinum. Leikið verður samkvæmt reglum Iceland Express deildarinnar, að því frátöldu að fótboltaliðið verður með sex leikmenn inni á vellinum, en leiktíminn er 40 mínútur.   Leikurinn hefst kl 19:00

 Körfuknattleiksliðið og knattspyrnuliðið hafa haft þennan sið á síðustu ár að mætast í knattspyrnu og körfubolta og nú er komið að körfuboltaleiknum. Aðgangseyrir verður kr. 500 og mun allur ágóðinn renna til Magnúsar Þórs Gunnarssonar, fyrirliða körfuboltaliðs Keflavíkur, og fjölskyldu hans en Magnús og fjölskylda misstu allt sitt í húsbruna á dögunum.   af vf.is 

Reikningur til styrktar Magga og fjölskyldu

Landsbankinn í Keflavík

0142-05-3358

Kt: 070281-4309