Leikurinn 11. sinnum jafn. Umfjöllun
Keflavík tapið fyrir ÍR í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum í Toyotahöllinni í kvöld. Keflavík var með pálmann í höndunum en þegar stutt var eftir af leik, en ÍR náði að jafna með flautukörfu, 78-78. Gestirnir voru svo sterkari í framlengingunni og unnu leikinn, 87-92. Leikurinn var frábær skemmtun fyrir þá fjölmörgu áhorfendur sem fylltu Toyotahöllina í kvöld. Næsti leikur er í Seljaskóla á miðvikudaginn og þann leik ætlum við að vinna. Við hvetjum stuðningsmenn okkar að fjölmenna á leikinn því baráttan er rétt að hefjast.
Keflavíkurliðið var búið að vera í smá pásu enda slógu þeir Þórsara út 2-0 fyrir viku síðan. ÍR-ingar voru nýkomnir úr hörkurimmu við KR-inga og því spurning hvort einhver þreyta væri í þeirra herbúðum. Það var þó ekki að sjá enda komust þeir í 2-10 eftir 3.mín. leik. Þá tók BA til sinna ráða skoraði 9.stig á stuttum kafla og breytti stöðunni í 18-14 en gestirnir skoruðu síðustu stig leikhlutans.
Strákarnir byrjuðu 2. leikhlutan af miklum krafti, léku góða vörn og komust í 26-16 með 8-0 kafla. Áfram var BA að leika fanta vel en fleirri leikmenn vantaði til að hjálpa honum í sókninni. BA var komin með 20. stig í hálfleik en næstu menn aðeins með 4. stig. Eftir að Keflavík hafði verið komið í 26-16 var komið að gestunum sem átti 14-4 kafla og komust yfir í leiknum 28-30. Keflavík jafnaði með körfu frá Sigga Þ. og eftir það skiptust liðin á að leiða. ÍR náði forustu undir lok leikhlutan með þrist frá Steinari og maður leikhlutans BA Walker klikkaði aldrei þessu vant og gestirnir fóru með 4.stig forustu í hlé, 38-42.
Sveinbjörn opnaði seinnihálfleik með þristi og gestirnir voru með forustu þangað til um 6. mín voru eftir að þriðja leikluta. Þá tók annar bakvörður Keflavíkurliðsins til sinna ráða. Arnar Freyr Jónsson kom sterkur til leiks á þessum tímapunkti og jafnaði leikinn 50-50. Gestirnir áttu þó góðan kafla og náðu aftur forustu með þristi frá Steinari og Nate Brown, 53-60. Arnar var með 12.stig í leikhlutanum og það var hann sem sá til þess að forustu gestanna var aðeins 2.stig. Arnar skoraði síðustu 3. stigin vítalínunni og staðan 61-63 og allt að verða vitlaust í Toyotahöllinni.
Keflavík náði strax forustunni aftur með þrist frá Gunnari og Susnjara, 70-67. Ír-ingar jafna leikinn 73-73 en Keflavík nær 4.stiga forustu með körfum frá Jonna og Susnjara. Sveinbjörn minnkar forustuna niður í 1. stig 77-76. þegar 27.sek. eru eftir. en Arnar nær 2.stiga forustu aftur 78-76 þegar um 8.sek. eru eftir. ÍR-ingar æða sókn og ná skoti sem geigar en boltinn berst til Nate Brown sem nær að skora spjaldið ofaní um leið og leiktíma líkur. Sannalega heppnist stimpill á þessu öllu saman og leikurinn fer í framlengingu.
Magnús Þór Gunnarsson sem hafði haft mjög hægt um sig í leiknum opnaði framlenginguna með þrist. Gestirnir jafna 83-83 og ná forustu 85-88 á vítalínunni. Maggi klikkar á þristi og en er brotið á Nate Brown sem setur vítin niður og klárar leikinn.
Skemmtilegum leik tveggja frábæra liða lokið. Aðeins vantaði herslu muninn að klára leikinn í venjulegum leiktíma og ekki var heppnin með okkur í liði að þessu sinni. Leikurinn var jafn 11.sinnum og 9. sinnum skiptust liðin á að leiða.
Stigahæstur var BA með 25.stig, Arnar með 18.stig og Susnjara 15.stig
Myndir Jón Björn Ólafsson á vf.is