Leikurinn gegn Snæfell er Iceland Express-leikurinn
Iceland Express-leikur umferðarinnar er að þessu sinni viðureign Keflavíkur og Snæfels sem fram fer á föstudaginn í Sláturhúsinu í Keflavík. Margt skemmtiegt er í boði á þessum leikjum td. happadrætti þar sem heppinn áhorfandi fær ferðavinning sem gildir fyrir tvo á einhvern af fjölmörgum áfangastöðum Iceland Express
Þetta verður hörkuleikur tveggja sterkra liða og alveg ljóst að Keflavíkurliðið ætlar sér að kvitta fyrir leikinn gegn Grindavík sem var sá langt versti í vetur. Strákarnir voru alls ekki sáttir við sína framistöðu og bíða spenntir eftir leiknum og því er vonandi að áhorfendur fjölmenni á leikinn.
Snæfell byrjaði rólega en hefur verið að sækja í sig veðrir og td. unnu þeir 12. stiga sigur á Grindavík á útivelli. Fyrri leikur liðanna var frábær skemmtun en Keflavík vann sigur í leiknum í framlengingu, 109-113. Tommy, B.A voru stigahæstir í þeim leik með 26 og 29 stig en besti maður vallarins var Jonni sem skoraði 17 stig og tók 9 frákast og spilaði fantavörn.
Allir á völlinn og styðjum liðið í þessum mikilvæga leik. Ekki skemmir fyrir að þú gætir á möguleika á ferðavinning fyrir tvo með Iceland Express.
Jonni átti mjög góðan leik á Stykkishólmi