Fréttir

Karfa: Karlar | 23. október 2007

Leikurinn gegn Snæfell var frábær skemmtun. Video úr leiknum

Hópur stuðningsmanna Keflavíkur skellti sér vestur á föstudaginn til að fylgast með okkar mönnum mæta Snæfell, sem fyrir tímabilið var spáð 2. sæti í deildinni. Hópurinn var kannski ekki stór en mjög kröftugur og saman stendur af stjórnarmönnum, meðlimum úr trommusveit og fyrrverandi leikmönnum.  Slíkur stuðningur á erfiðum útivelli skiptir miklu máli fyrir strákana og vonandi að fleirri fylgi liðinu á næstu útileiki.

Leikurinn var frábær skemmtun og tímabilið lofar góðu. Hópurinn kom aðeins of seint á leikinn og þvílík sýning hjá okkar mönnum strax í byrjun. Keflavíkurliðið virtist ætla að gera út um leikinn í fyrrihálfleik en Snæfellingar gefast aldrei upp. Sú varð enda raunin þeir náðu að jafna leikinn og framlenging staðreynd, nokkuð sem virtist fjærlægt eins og Keflavíkurliðið var að spila í fyrrihálfleik. Liðið klári þó framlengingu með stæl og okkar bestu menn í henni voru Tommy og Jonni sem tróð eftirminnilega á lokamínutunni.

Næsti leikurir liðsins er gegn Þór Akureyri á fimmtudaginn kl. 19.15.

Video af Jonna troða.