Fréttir

Karfa: Konur | 31. október 2007

Leikurinn í kvöld til styrktar Mörtu Guðmundsdóttur

Allur ágóðinn af leiknum í kvöld mun renna til Mörtu Guðmundsdóttur. Marta spilaði með mfl kvenna í Keflavík veturinn 1988-89. Eftir það spilaði hún svo með mfl kvenna í Grindavík í mörg ár. Hún á að baki 2 A landsliðsleiki fyrir Íslands hönd. Marta geindist með krabbamein fyrir 2 árum en náði að sigrast á því. Eins og flestir Íslendingar muna að þá gekk hún yfir Grænlandsjökul fyir nokkru.

Marta greindist aftur með krabbamein fyrir nokkru og hefur hún hafið enn eina baráttuna við þann sjúkdóm. Því ákvað körfuknattleiksdeild Keflavíkur að láta allan ágóðan af leiknum við Grindavík renna til Mörtu og fjölskyldu hennar. 

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur óskar Mörtu alls hins besta í baráttunni.