Fréttir

Karfa: Karlar | 21. apríl 2008

Leikurinn vinnst á góðri vörn. Mætum og styðjum strákana

Annar leikur Keflavíkur og Snæfels fer fram í Fjárhúsinu á Stykkishólmi kl. 20.00 í kvöld.  Eftir frábæra seríu gegn ÍR þar sem liðið sigraði 3. leiki í röð átti Keflavíkurliðið kannski ekki sinn besta leik Snæfell.  Í kvöld verður aftur gefið í og allt lagt undir því liðið ætlar sér sigur í þeim leik.  Síðasta leikur liðanna á Fjárhúsinu tapaðist naumlega og var Keflavík með boltann undir lok leiks en síðasta skotið geigaði. 

Við megum ekki láta Snæfellingar hæga of mikið á leiknum eins og þeir eru gjarnir að gera. Justin Shouse er heilinn í liðinu og hann þarf að passa vel sem og stórskyttuna Sigurð Þorvaldsson.  Hlynur Bæringsson er einnig mjög öflugur í teignum tók 14. fráköst í fyrsta leiknum rétt eins og hann gerði í leikjunum gegn Grindavík.  Í fjórða leiknum gegn Grindavík tók hann hvert frákastið af öðru undir lok leiksins og þvi fengu þeir í raun margar tilraunir í hverri sókn. Slíkt er alls ekki boðlegt í úrslitaleikjum og því mun mikið mæða á Susnjara, Jonna og Sigga í teignum.

Sætaferðir verða fra K-húsi og líklegt að sú rúta muni fyllast.  Trommusveitin mætir að sjálfsögðu með í rútuna og við hvetjum stuðninsmenn okkar að fjölmenna með.  Margir munu einnig koma á einkabílum því fáir vilja missa að þeirri skemmtun sem leikurinn mun bjóða uppá.  Við viljum einnig minna á að stuðningur skiptir mjög miklu máli og allir sem mæta verða að láta vel í sér heyra. Áfram Keflavík.

Stigahæst menn í leiknum í Keflavík.

BA 22
Tommy 18
Susjnara 13
Gunnar  9
Arnar  8
Jonni  8

Siggi Þ. 18
Justin 18
Hlynur 13
Subasic 12
Jón Ólafur  9
Magni  6

Arnar hefur verið einn jafnbesti leikmaðurinn í úrslitakeppninni. mynd vf.is