Léttur sigur
Unglingaflokkur karla (f.'88 og '89) vann nokkuð léttan sigur í dag á Fjölni hér heima í Toyota-höllinni. Lokatölur urðu 81-54 í leik þar sem Fjölnisdrengir sáu lítt til sólar. Eftir fyrsta fjórðung var munurinn orðin 19 stig eða 30 - 11. Í hálfleik stóð 48 - 25 og við búnir að spila á 12 leikmönnum. Breytingin var lítil í seinni hlutanum þar sem okkar drengir bættu heldur í, þó við skiptum tímanum nokkuð jafnt á milli allra 12 leikmanna okkar.
Stigaskor okkar drengja:
Siggi Þorsteins. 15, Þröstur Jóhanns. 19, Jóhann finnsson 7, Eyþór Pétursson 2, Axel Margeirsson 7, Hörður Axel 17 (öll í fyrri hálfleik) Elvar 6, Páll H.Kristinsson og Almar Stefán 3.
Alfreð, Garðar og Bjarni náðu ekki að skora í leiknum þrátt fyrir nokkrar fallegar tilraunir.
Þristarnir urðu 11 í þessum leik og vítanýtingin jafn undarleg og í fyrri leikjum vetrarins eða 10/19 sem gerir um 52% nýtingu.
Næstu tveir leikir unglingaflokks karla verða miðvikudaginn 11.feb. og föstud. 13.feb. en þá mun Fsu heimsækja okkur hér heim í tvígang. Þann 11. í bkarnum og þann 13. í Íslandsmótinu.
Áfram Keflavík