Léttur sigur drengjaflokks
Í kvöld, þriðjud 11.nóv., áttust við i Toyota-höllinni lið Keflvíkur og KR-b í drengjaflokki. (f.90-91). Leikurinn hófst á rólegum nótum og hélst jafn í fyrstu, en við leiddum þó eftir fysta leikhluta 30 - 23. Leiðir skildu hægt og rólega og var staðan í halfleik 61- 46. Í seinni hálfleik ákváðu leikmenn Keflavíkur að færa sig framar á völlinn í vörninni og fóru að spila grimma og fasta vörn og höfðu erindi sem erfiði því þeir kláruðu leikinn 127 - 81. Fyrri hálfleikur vannst með 15 stiga mun en sá seinni með 31 stigs mun. Allir okkar leikmenn náðu að skora í leiknum og er það vel.
Stigaskor okkar í kvöld:
Hrói Ingólfsson 8, Kristján Smárason 2, Gísli St. Sverrisson 2, Sigurður Guðmundsson 6, Bjarni Reyr Guðmundsson 2, Jeremy Mayubay 3, Guðmundur Gunnarsson 15, Bjarki Rúnarsson 4, Eðvald Ómarsson 10, Atli Dagur Stefánsson 4, Alfreð Elíasson 30 ( 4 í fyrri hálfleik ) og Almar S. Guðbrandsson 41.
Drengirnir settu 7 þrista í leiknum og var vítanýting í leiknum 13/26.
Frábærir dómarar leiksins voru þeir Jón H. Eðvaldsson og Bjarni Rúnarsson
Um ritaraborðið sá unglingaflokkur karla.
Eru þessum aðlium þökkuð vel unnu störf.
Áfram Keflavík................Vinna svo Grindavík á fimmtudag !