Léttur sigur í Sláturhúsinu og Keflavík yfir 1-0
Keflavík fór létt með Fjölnismenn í kvöld í 8 liða úrslitum Iceland Express-deildar. Keflavík sigraði leikinn 94-78 eftir að staðan hafði verið 59-36 í háfleik. Keflavík gat leyft sér að hvíla lykilmenn í fjórða leikhluta en stigahæstir í hálfleik voru Vlad og AJ með 14 stig.
Keflavík náði forustu strax frá fyrstu mínutu og sá munur jókst þegar á leikinn leið. Vlad Boer kom sterkur inn ásamt AJ sem gerði það sem þurfti. Gunnar Einarsson átti líka fínan leik enda verið að spila vel upp á síðkastið. Jonni átti fína spretti og vonandi að hann finni sig vel í úrslitakeppninni eins og undanfarin ár. Stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson skoraði ekki stig í leiknum sem hefur sennilega sjaldan eða aldrei gerst áður. Maggi hefur veikur síðustu daga og hafði hægt um sig í leiknum og spilaði aðeins 12 mínutur.
Staðan í einvíginu er því 1-0 fyrir Íslands-og deildarmeistara Keflavíkur og næsti leikur í Grafarvoginum á laugardaginn kl. 14.00. Það er mjög mikilvægt að mæta grimmir í þann leik strax frá fyrstu mínutu enda alveg öruggt að Fjölnismenn munu gefa allt í þann leik.
Stigaskor: AJ 26 stig, Vlad 16 stig, Gunnar E. 12 stig, Jonni 12 stig, Arnar 6 stig, Gunnar Stef. 6 stig, Sverir 5 stig, Elli 4 stig, Dóri 4 stig og Guðjón Skúla. 3 stig.
Umfjöllun, viðtöl og videó úr leiknum á vf.is
Elli skoraði 4 stig og spilaði góða vörn.