Lifnar í gömlum glæðum!
Í dag, laugardaginn 20.okt., munu gamlir Keflavíkur-jaxlar taka fram skóna að nýju, þegar að lið Stjörnunnar í Garðabæ tekur á móti Keflavík - b. Leikurinn fer fram að Ásgarði í Garðabæ og hefst kl. 16:30.
Lið okkar er skipað eldri og reyndari leikmönnum Keflavíkur sem spennandi verður að fylgjast með í 2. deildinni í vetur.
Eftirtaldir leikmenn skipa Keflavík-b:
Albert Óskarsson, Birgir Guðfinnsson, Einar Einarsson, Elentínus Margeirsson, Falur Harðarson Guðbrandur Stefánsson, Guðjón Gylfason, Guðjón Skúlason, Hrannar Hólm, Jón Ben Einarsson, Jón Kr. Gíslason, Magnús Guðfinnsson, Matti Stefánsson, Skúli Skúlason og Sigurður Ingimundarson.
Áfram Keflavík