Lítið skorað í auðveldum sigri á Hamar. Tölfræði
Keflavík sigraði í kvöld Hamar í 8. umferð Iceland Express deild karla, 67-56. Keflavík er því áfram ósigrað og er á toppnum með 16. stig en Hamar er með 2. stig á botni deildarinnar.
Ljóst var að Hamar ætlaði að selja sig dýrt í leiknum í kvöld og spiluðu fasta vörn strax í byrjun. Lítið gekk í sóknarleik Keflavíkur og bæði komust menn ekki í góð skotfæri, eða menn nýttu ekki þau færi sem voru í boði. Hamar var með forustu þegar 1. mín. var eftir af 1. leikhluta en Jonni jafnaði leikinn fyrir lok hans, 15-15.
Keflavik komst svo betur inn í leikinn stax í byrjun 2. leikhluta og skorðu 13-2 á fyrstu 5. mín leikhlutans. Hamar leitaði mikið að George Byrd inní teig og gekk þeim Susjnara og Sigga ágætlega að eiga við hann. Staðan í hálfleik var 37-28.
Aftur kom góður kafli og annað ´´run'' og nú 20-2 og vandræðagangur gestanna ótrúlegur í sókninni. Þeir skoruðu aðeins 5 stig í leiklutanum öllum og ef okkar menn hefðu hitt svipað og þeir gera á sæmilegum degi hefði munurinn getað verið miklu meiri.
Fjórði leikhluti var aðeins formsatriðið og yngri leikmenn fengu að klára leikinn. Hamar náði að klóra í bakkann og laga stöðuna fyrir leikslok. Stigaskor okkar var það lægsta í langan tíma og sóknin afar ílla skipulögt og mönnum gjörsamlega fyrirmunað að hitta í körfuna.
Leikurinn var ekki góð skemmtun og okkar menn duttu niður á sama plan og gestirnir á köflum. Menn hreinlega náðu ekki að hrista úr sér hrollinn og kannski ástæðan að hitinn í Sláturhúsinu var lítið hærri en utandyra.
Maður leiksins Siggi Þorsteins. og í raun sá eini sem spilaði virkilega vel. Flestir leikmen Keflavíkur vilja sennilega gleyma þessum leik sem fyrst og td var nýttingin í þriggja stiga aðeins 22 % eða 6/27
Stigahæstir Siggi Þorsteins með 12.stig og 8 fráköst, Tommy 11. stig og 8 fráköst., Athony Susjnara 9. stig, B.A Walker 9. stig og Maggi 6 stig og 10. fráköst og Arnar með 6.stig.
Siggi er að spila mjög vel í vetur og var bestur gegn Hamar.