Ljósanæturmótið í körfubolta 2. - 4. september
Ljósanæturmótið í körfubolta verður haldið dagana 2. - 4. september í TM-Höllinni í Keflavík og Ljónagryfjunni í Njarðvík. Fjögur lið eru skráð til leiks í karlaflokki en það eru lið Keflavíkur, Grindavíkur, Njarðvíkur og Hauka. Þá eru þrjú lið skráð til leiks í kvennaflokki en það eru Keflavík, Njarðvík og Grindavík.
Dagsskráin er sem hér segir;
Þriðjudagur 2. september
TM-Höllin
- Kl. 18.00 / Keflavík - Grindavík (Karlar)
- Kl. 20.00 / Njarðvík - Haukar (Karlar)
Ljónagryfjan
- Kl. 18.00 / Keflavík - Njarðvík (Konur)
Miðvikudagur 3. september
Ljónagryfjan
- kl. 18.00 / Njarðvík - Grindavík (Konur)
Fimtudagur 4. september
TM-Höllin
- Kl. 18.00 / Keflavík - Grindavík (Konur)
Ljónagryfjan
- Kl. 18.00 / Tapliðin frá þriðjudeginum (Karlar)
- Kl. 20.00 / Sigurliðin frá þriðjudeginum (Karlar)
Körfuboltaáhugafólk er hvatt til að líta við en frítt er inn á alla leiki