Ljósashow og alles - allir að mæta tímanlega!
Keflvíkingar munu að sjálfsögðu leggja sig fram við að skapa sem skemmtilegustu stemmingu á miðvikudaginn. Til að kynda liðið upp fyrir leikinn verður sett í gang stórflott ljósashow sem kemur öllum í stuð, en langt er orðin síðan að við höfum fengið soleiðis sýningu á Sunnubrautinni. Mikilvægt er því að áhorfendur mæti tímanlega því ljósashowið hefst líklega um kl 19.05 og af því má enginn missa!